Gleðilega páska ?

Krónan okkar í frjálsu falli og erlendu lánin í hástökki sem engin sér fyrir
hvernig endar. Kjarabætur sem samið er um eru horfnar áður en fyrsta útborgun kemur og verðbólgan er að skríðu úr híði sínu og eflist með hverjum
deginum sem líður. Verðbólgan er ekki lengur draugur, heldur sprellifandi
tröll sem hótar að éta allt upp sem fyrir augu þess kemur með einhverju lífsmarki.

Ég kenni í brjósti um fólk sem hefur tekið erlend lán í milljónavís og trúi
að margir eigi erfiða daga nú um stundir. Ég þakka fyrir þau góðu ráð sem
afi minn og amma kenndu mér , að " græddur er geymdur eyrir " ! Við hjónin
áttum því láni að fagna nú rétt fyrir áramótin að við vorum búin að öngla saman fyrir nýrri Toyota Avensis og skelltum okkur í þau viðskipti.
Fyrir lærdóminn af ráði afa og ömmu þá gátum við staðgreitt bílinn úr eigin vasa og þurftum enga krónu að taka að láni. Síðan þessi viðskipti áttu sér stað í desember síðastliðnum, þá hefur ökutækið hækkað í verði um 300.000 og sér ekki fyrir endann á því.
Það er alveg öruggt að það marg, MARG borgar sig að sýna þolinmæði og spara fyrir dýrari hlutum ef þess er nokkur kostur. Þú færð vexti á sparnaðartímanum á spariféð og sleppur við mikinn kostnað sem fylgir lántökum.

Á þessum sömu tímum sitjum við uppi með borgarstjórn sem sóar peningum í gæluverkefni líkt og kaup á húsunum við Laugaveginn þar sem hver fermeter var keyptur á yfir 700.000 krónur . Þetta er ekkert nema bruðl og ógerningur
að réttlæta það. Borgarstjóri er ugglaust vænn maður, en með þessum meirihluta gróf hann sér pólitíska gröf sem hann mun ekki geta kraflað sig uppúr. Vilhjálmur hefur gengið framaf flestum sem með Rei málinu hafa fylgst. Hann virðist samviskulaus þar sem hann situr áfram í borgarstjórn þrátt fyrir afglöp í þjónustu við borgarana. Síðan fullkomnar hann gjörning sinn með því að ætla aftur að setjast í borgarstjórastólinn. Ég vorkenni Vilhjálmi og Ólafi þessa lélegu dómgreind sem þeir þurfa að lifa með, en er svekktur og reiður sem borgari í þessu landi og íbúi í Reykjavíkurborg.

Ég er raunar líka svekktur með Samfylkinguna sem nú nuddar sér utaní Sjálfstæðisflokkinn og stendur vörð um spillingaröflin í opinberum ráðningum
þess spillta flokks. Það þarf hér öfluga vinstri-stjórn en enga Framsókn takk.

Eigum nú gleiðilega páska :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband