17.6.2017 | 12:20
Loksins alvöru forysta í verkalýðsfélagi á Íslandi í langan tíma.
Textavarp RUV.
VR vill helminga laun sjóðsstjóra. Stjórn VR hefur samþykkt að stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna lækki laun framkvæmdastjórans, Guðmundar Þ. Þórhallssonar, sem allra fyrst. Guðmundur er með 41,5 milljónir í árslaun, um 3,5 milljónir á mánuði. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vill lækka launin um helming, svo þau séu ekki hærri en laun ráðherra. Ragnar lagði til við stjórn VR í ársbyrjun að sett yrði þak á laun framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og þau lækkuð umtalsvert. Tillagan var samþykkt. VR á helming fulltrúa stjórnar lífeyrissjóðsins og væntir Ragnar þess að þeir gæti hagsmuna VR í lífeyrissjóðnum og fylgi eftir samþykktum stjórnar.
Í forystu VR er loksins kominn einstaklingur sem RAUNVERULEGA vinnur fyrir
skjólstæðinga sína er ekki upptekinn af hleðslu undir eiginhagsmuni og
forréttindavörn. Einhversstaðar þarf viðsnúningurinn að byrja og Íslendingar
sem þjóð að snúa af braut sérhagsmuna og ofurlauna ef það á að vera hægt að byggja
það þjóðfélag sem við höfum sem þjóð lýst yfir að við viljum byggja.
Heilbrigðisþjónusta,menntun og almenn velsæld er markmiðið ef marka má
skoðanakannanir . Áfram VR lítil þúfa getur velt þugnu hlassi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.