17.8.2007 | 23:24
Tónleikar og pólitík
Frábært framtak hjá Kaupþingi, takk fyrir þessa frábæru skemmtun. Todmobil, SSSÓL,Mugison, Bubbi,Stuðmenn,Nylon og nýja strákasveitin.. frábært listafólk allt saman. Garðar stórtenor er náttúrulega á heimsclassa... og Palli er bæði drottning og kóngur í senn,, er það ekki ? Bubbi er sannur sjálfum sér og talaði örugglega fyrir alla þjóðina þegar hann kallaði eftir ábyrgð ráðherra sem engin hefur verið til þessa nema í örfáum undantekningartilfellum. Þeir fá há laun m.a. vegna ábyrgðar sem þeir eru sagðir bera, en þegar á reynir er ábyrgðin engin. Fólk ætti að fara niður á Austurvöll og mótmæla ábyrgðarleysinu og öðru bulli sem þessi æðsta stofnun landsins sem setur okkur lög og reglur hefur sýnt af sér. Hvernig á þjóðin að geta borið viðringu fyrir Alþingi þegar einstaklingar innan þess komast upp með hvaða bull sem er. Kosninar á 4. ára fresti er ekki nóg til að gera upp sakirnar. Hvar eru siðareglur alþingismanna og ráðherra? Eru þær einhverjar. Væri t.d. ekki ráð að setja reglur um það að alþingismaður sem brýtur af sér í opinberu starfi og hlýtur dóm fyrir skuli ekki eiga tök á að bjóða sig fram á ný til ábyrgðarstarfa fyrir þjóðina? Hann ætti að finna sér annan starfsvettvang.
En þessir tónleikar voru mega góðir :-)
Aldrei fleiri á Laugardalsvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.